Bærinn Syðsta-Grund er á besta stað í Skagafirði, miðsvæðis, við vegamót Akureyri-Siglufjörður-Reykjavík. Ca. 5 km eru í verslun og sundlaug í Varmahlíð. Í nágrenninu eru sögufrægir staðir eins og Örlygsstaðir, Flugumýri, Miklibær og Hólar í Hjaltadal. Skíðasvæðið í Tindastóli er í nágrenninu og innan við 10. mín. akstur á Vindheimamelana en þar mun Landsmót hestamanna fara fram sumarið 2011.